Til hvers að hýsa miðlara?
Með því að gerast hýsingaraðili tekur þú þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni til að mæla gæði breiðbands og farsímatenginga.
Aðgangur að prófunargögnum
Sem hýsingaraðili hefur þú aðgang að nákvæmum gögnum safnað er saman með prófunum framkvæmdum á eigin miðlurum.
Rekur þú netþjónustu (ISP)?
Gefðu viðskiptavinum þínum tækifæri til að prófa afköstin á miðlara sem er staðsettur í kjarna nets þíns fyrir bestu mögulegu frammistöðu.
Hverjar eru forsendurnar?
Til að tryggja notendum nPerf hámarksgæði þá tökum við bara til greina að hýsa miðlara í gagnaverum til að hámarka rekstraröryggi.nPerf miðlarinn notar venjuleg HTTP / HTTPS port og þess vegna mælt eindregið með að setja þetta á sérstakan miðlara (raunverulegan eða sýndar).
Ertu að hýsa speedtest.net miðlara?
Það er hægt að setja nPerf á sama miðlara.
Lágmarksvélbúnaður
Tveggja kjarna örgjörvi @ 1,5 GHz + (2,5 GHz fyrir 10 Gbit/sek tengingar)
4 GB innra minni
20 GB laust diskapláss
1 Gbit/sek eða hraðari samhverf tenging
Má vera VM (VMWare, Xen, KVM ...)Linux 64 bita
Ráðleggingar um kerfi
Debian 11/12 eða Ubuntu 20.04/22.04 með lágmarksuppsetningu (án myndrænna notendaskila) og með SSH miðlara.
Uppsetningarferli
nPerf setur alla fagþekkingu í þjónustu þína til að bjóða tvær lausnir. Þjónusta nPerf er að sjálfsögðu alveg ókeypis.Þegar það er mögulegt hvetjum við samstarfsaðila okkar til að velja miðlara sem teymið okkar sér um því þannig getum við uppfært á sem skemmstum tíma.
Miðlari í umsjón
nPerf sér um allt: innsetningu á hugbúnaði, miðlaravarnir, viðhald og uppfærslur á hugbúnaði. Við þurfum bara miðlara til dreifingarinnar sem keyrir á Debian / Ubuntu og aðgang að rótinni.
Miðlari sem ekki er í umsjón
Innsetningarforskrift er tiltæk ef um er beðið, til að aðstoða við að stilla miðlarann.
Afburðakunnátta á Linux er skilyrði.